Árið er

Árið er 2000


Listen Later

Björk er tilnefnd til Óskarsverðlauna, Sálin hyggur á söngleik og ný íslensk barnastjarna skýst upp á stjörnuhimininn.
Útrás Sigur Rósar fær fljúgandi start, Sóldögg upplifir kraftaverk, Utangarðsmenn snúa aftur og 200.000 naglbítar troða upp á eftirminnilegum tónleikum á Reykjavík Music Festival.
Botnleðja lendir í slæmum málum, bransinn reynir að breyta Bellatrix í poppsveit, Múm fer í mál og Mugison er lúði.
110 Rottweilerhundar verða fyrsta sigursveit Músíktilrauna sem spilar ekki á gítar, Brain Police spilar eyðimerkurrokk en Mínus aðhyllist hávaða og spilar harðkjarnarokk.
Fálkar senda ástarkveðju frá Keflavík, Ampop stundar svefnherbergisgrúsk en lífið bíður ekki eftir Selmu Björns.
Elton John spilar og syngur á ísköldum Laugardalsvelli. Það er öllu hlýrra á tónleikum Suede í Laugardalshöll en Paul McCartney dúkkar upp á Café Romance.
Árið er 2000
Átjándi þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fór í loftið á Rás 2 laugardaginn 7. september klukkan 16.05 og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 8. september kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í átjánda þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 2000 verður tekið fyrir, eru Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Birgitta Haukdal, Kjartan Sveinsson, Georg Holm, Magni Ásgeirsson, Gísli Marteinn Baldursson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Bergsveinn Arilíusson, Elíza Newman Geirsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson, Vilhelm Anton Jónsson, Haraldur Gíslason, Heiðar Örn Kristjánsson, Örn Elías Guðmundsson, Gunnar Örn Tynes, Örvar Þóreyjarson Smárason, Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), Guðmundur Kristinn Jónsson, Birgir Hilmarsson, Einar Ágúst Víðisson, Gunnar Ólason, Herbert Viðarsson, Ágúst Bent, Erpur Eyvindarsson, Björn Stefánsson og Þorkell Máni Pétursson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Árið erBy RÚV


More shows like Árið er

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners