Ásgeir Trausti brýtur blað í íslenskri tónlistarsögu, Of Monsters & Men slær í gegn í útlöndum og Hjaltalín greiðir úr flækju.
Formaður Dagsbrúnar ummyndast í Tilbury, Jónas Sigurðsson leitar til æskuslóðanna og
Pétur Ben fer nýjar leiðir við fjármögnun.
Magni er á heimaslóðum, Obja Rasta lofar gjafir jarðar, Dimma fremur myrkraverk og Valdimar bíður eftir skömminni.
Lára Rúnars sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu, Gréta og Jónsi keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision og Steed Lord hefur nóg fyrir stafni vestanhafs.
Sometime býr til stuttmynd, plötu og þrívíddarskúlptúr, Biggi Hilmars fær heimþrá og Retrobot ber sigur úr býtum í Músíktilraunum.
Sigur Rós breytist úr kvartett í tríó, Raggi Bjarna týnir tímanum með Lay Low en það er norðanátt hjá Magnúsi og Jóhanni.
Árið er 2012