Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Árni Björn Helgason umboðsmaður. Hann rekur umboðsfyrirtækið Creative Artists Iceland og hefur um 90 listamenn á skrá hjá sér . Við ræddum lífið og starfið við hann, en hann var sendu sjö ára í heimavistarskóla, er lærður matreiðslumaður, vann lengi við auglýsingaframleiðslu og er nú kominn í umboðsmennskuna.
Kolbrún Halldórsdóttir kom til okkar og fór með okkur yfir dagskrána á 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar á morgun, en það er fjöldi viðburða um allt land í tilefni afmælisins.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna var svo hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Í þetta sinn hringdum við í leikarann Hallgrím Ólafsson og ræddum við hann um dálæti hans á unnum kjötvörum og hefðbundna matseld á kálbögglum og fleiru. Að lokum stungum við uppá að landsmenn elduðu hrygg í hádeginu á sunnudag í tilefni fullveldisafmælisins.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson