Mannlegi þátturinn

Ása Richardsdóttir, Berglind iðjuþjálfi og samísk matarmenning


Listen Later

Ísheit RVK / Ice hot RVK er norrænn danstvíæringur sem haldin verður í Reykjavík í næstu viku. Þetta er hátíð sem haldin hefur verið á öllum norðurlöndunum og núna er komið að Íslandi. Hingað eru að koma um 500 manns allstaðar að úr heiminum, listamenn og stjórnendur hátíða. Við fengum Ásu Richardsdóttur í spjall, en hún var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Alþjóðlegu sviðslistasamtakanna IETM.
Það sem boðið er upp á á hjúkrunarheimilum er ekki talið mæta væntingum og þörfum ungs fólks, en er það þá boðlegt fyrir aldraða, spyr Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi. Hún er í hópi starfsfólks í öldrunarþjónustu sem vinnur að því að koma á fót Þekkingarmiðstöð um öldrunarmál. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni.
Það er margt sem læra má af samískri matarmenningu, ekki síst fyrir okkur Íslendinga. Aldagamlar hefðir kristallast m.a. í jólaréttum sem eru bragðgóðir og hollir og byggja alfarið á fjölbreyttu hráefni sem finna má í villtri náttúru Samalands, ef þekkingin er fyrir hendi. Margir Norðurlandabúar þekkja samíska hreindýrahirðinn og sjónvarpskokkinn Maret Ravdna Buljo eftir velgengni þáttaraðarinnar „Smaker från Sápmi“ (Bragðdæmi frá Samalandi). Maret kemur til landsins og heldur hugvekju og sýnikennslu í Norræna húsinu um næstu helgi í boði Sveins Kjartanssonar matreiðslumanns á Aalto Bistro. Við spjölluðum við Svein í þættinum í dag.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners