Mannlegi þátturinn

Atferlisgreining, kokkur ársins 2019 og Þorsteinn lesandi vikunnar


Listen Later

Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein byggð á grunnlögmálum um nám og hegðun. Atferlisfræðingar vinna meðal annars með skjólstæðingum sem eiga við námsörðugleika að stríða, vanda tengdan hegðun, svefni og félagsfærni. Háskólinn í Reykjavík er að hleypa af stokkunum meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu. Við fengum Berglindi Sveinbjörnsdóttur, doktor í atferlisgreiningu, til þess að segja okkur betur frá.
Úrslit voru kynnt í keppninni Kokkur ársins 2019 í gær í Hörpu en það var Sigurjón Bragi Geirsson matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins sem vann keppnina í ár. Hann var hlutskarpastur af fimm keppendum og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í keppninni Matreiðslumaður norðurlanda á næsta ári. Iðunn Sigurðardóttir sem varð í þriðja sæti í keppninni kom ásamt Sigurjóni í þáttinn í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorsteinn Víglundsson, við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners