Mannlegi þátturinn

Baldvin Z föstudagsgestur og Albert og pönnukökurnar


Listen Later

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z, eða Baldvin Zophoníasson. Hann hefur auðvitað leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsefni sem hefur náð miklum vinsældum, eins og Vonarstræti, Óróa, Ófærð, Lof mér að falla og fleira. Hann er líka framleiðandi og meðeigandi í framleiðslufyrirtækinu Glass River og þar er hann með mörg járn í eldinum. Við ferðuðumst með honum í gegnum lífið frá æskunni fyrir norðan til dagsins í dag og fengum svo að vita hvað er á dagskránni hjá honum þessa dagana.
Eftir matarspjallið í síðustu viku, þar sem Sigurður Pálmason sagði okkur sögu af pönnukökubakstri og upp kom umræða um pönnukökuuppskriftir, þá fengum við fjöldann allan af tölvupóstum og skilaboðum með yfirlýsingum um bestu uppskriftirnar, sem allir voru sannfærðir um að væri þeirra og einnig nokkrar pönnukökusögur. Við héldum því áfram að ræða pönnukökur í matarspjalli dagsins og fengum til okkar góðvin þáttarins, Albert Eiríksson, sem er auðvitað, ofan á allt annað, meistari í pönnukökubakstri.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners