Mannlegi þátturinn

Björn Breiðvíkingakappi, Hagstofan og Galdrasýningin á Ströndum


Listen Later

Sigurður Hjartarson er ungur sagnamaður frá Stóra-Kambi í Breiðuvík. Foreldrar hans reka hestaleigu á bænum og undanfarin tvö sumur hefur Sigurður boðið ferðafólki upp á söguferðir. Þá er riðið niður á fjöruna og Sigurður segir frá Íslendingasögunum og þá sérstaklega sögu Björns Breiðvíkingakappa, sem er talinn hafa verið fyrsti Evrópumaðurinn í Ameríku samkvæmt heimildum Eyrbyggju. Við hringdum í Sigurð og fengum hann til að segja okkur frá þessum kappa.
Hagstofan hefur starfað í rúm hundrað ár við að safna tölulegum upplýsingum um íslenska þjóð. Á vefsíðu Hagstofunnar er hægt að nálgast megnið af þeim upplýsingum sem Hagstofan hefur safnað og þar geta menn nú aldeilis fengið útrás fyrir tölfræðinördinn í sér. Þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Ólafur Arnar Þórðarson komu í þáttinn og sögðu frá hinni umfangsmiklu starfsemi Hagstofunnar og þeim miklu breytingum sem hefur orðið á starfseminni sérstaklega með tilkomu internetsins.
Anna Björg Þórarinsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjori Galdrasýningarinnar á Ströndum eftir sviplegt fráfall hins mikla frumkvöðuls Sigurðar Atlasonar sem verið hafði framkvæmastjóri sýningarinnar frá upphafi. Anna Björg kemur þó ekki ókunnug til safnsins - hún hafði unnið þar áður og þeim Sigurði hafði orðið vel til vina. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Önnu Björg á hinni merku galdrasýningu.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners