Sigurður Hjartarson er ungur sagnamaður frá Stóra-Kambi í Breiðuvík. Foreldrar hans reka hestaleigu á bænum og undanfarin tvö sumur hefur Sigurður boðið ferðafólki upp á söguferðir. Þá er riðið niður á fjöruna og Sigurður segir frá Íslendingasögunum og þá sérstaklega sögu Björns Breiðvíkingakappa, sem er talinn hafa verið fyrsti Evrópumaðurinn í Ameríku samkvæmt heimildum Eyrbyggju. Við hringdum í Sigurð og fengum hann til að segja okkur frá þessum kappa.
Hagstofan hefur starfað í rúm hundrað ár við að safna tölulegum upplýsingum um íslenska þjóð. Á vefsíðu Hagstofunnar er hægt að nálgast megnið af þeim upplýsingum sem Hagstofan hefur safnað og þar geta menn nú aldeilis fengið útrás fyrir tölfræðinördinn í sér. Þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Ólafur Arnar Þórðarson komu í þáttinn og sögðu frá hinni umfangsmiklu starfsemi Hagstofunnar og þeim miklu breytingum sem hefur orðið á starfseminni sérstaklega með tilkomu internetsins.
Anna Björg Þórarinsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjori Galdrasýningarinnar á Ströndum eftir sviplegt fráfall hins mikla frumkvöðuls Sigurðar Atlasonar sem verið hafði framkvæmastjóri sýningarinnar frá upphafi. Anna Björg kemur þó ekki ókunnug til safnsins - hún hafði unnið þar áður og þeim Sigurði hafði orðið vel til vina. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Önnu Björg á hinni merku galdrasýningu.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON