Útfararstjórar deyja. Nammigrísir deyja. Prestur deyr. Áhugamenn um tölvu- og byssuleiki deyja. Í þáttunum Allir deyja er rætt við fólk um dauðann - hvert er samband okkar við dauðann? Hvernig breytist það með aldrinum? Eigum við til að forðast dauðann? Hvað tekur við?
Viðtölin í þessum þáttum hófust sem rannsóknarverkefni fyrir Borgarleikhúsið, þar sem spyrill þáttanna, Matthías Tryggvi Haraldsson, starfar sem leikskáld Borgarleikhússins. Þættirnir voru gerðir í samstarfi við RÚV.
Rætt var við Hrefnu Hugósdóttur, Heru Fönn Lárusdóttur, Jón Kristinn Símonarson, Sigurð Stein Símonarson, Leo Hilaj, Jórunni Elenóru Haraldsdóttur, Ingu Margréti Bragadóttur og Hafdísi Huld Helgadóttur. Tónlistarval: Friðrik Margrétar- Guðmundsson. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Umsjón: Matthías Tryggvi Haraldsson.