Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Börkur Sigþórsson, leikstjóri og ljósmyndari. Hann var einn af leikstjórum Ófærðar, hann skrifaði og leikstýrði kvikmyndinni Vargur og leikstýrði þremur þáttum í nýrri spennuþáttaröð fyrir BBC sem heita Babtiste. En þættirnir verða frumsýndir hér á RÚV í næstu viku. Við ræddum við hann um lífið og listina í þættinum.
Í matarspjalli dagsins fengum við Herdísi Hupfeldt, fyrrverandi veitingakonu á Tíu dropum í heimsókn. Gamaldags íslenskt bakkelsi er að hennar skapi, brauðtertur, kleinur, pönnukökur og fleira og við fengum hjá henni góð ráð fyrir vöfflubakstur en vöfflurnar hennar á Tíu dropum þóttu guðdómlega góðar. Við rifjuðum líka upp gömlu góðu tímana á kaffihúsinu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON