Mannlegi þátturinn

Börn sem missa foreldra sína,útflutningur til Indlands og Rassfar í st


Listen Later

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR. 7.nóv
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Magnús R EInarsson
Töluvert vantar upp á stuðning í heilbrigðiskerfinu hér á landi við börn sem missa foreldri. Brestir er í löggjöf um vernd og rétt barnanna. Mælt verður fyrir frumvarpi til laga á Alþingi fljótlega sem ef verður samþykkt mun bæta stöðu þeirra verulega. Bergljót Baldursdóttir talar á Heilsuvaktinni við Dögg Pálsdóttur, lögfræðing í Reykjavík sem komið hefur að gerð laganna.
Nú á næstunni hefst útflutningur á lambakjöti alla leið til Indlands og Kína. Það er risastór markaður að opnast í Asíu með vaxand velmegun hjá þessum stærstu þjóðum heims og neysla á kjöti hefur aukist gríðarlega og það tækifæri eru íslensk fyrirtæki að nýta sér til útflutnings á lambakjöti. Við sláum á þráðinn norður á Akureyri og heyrum í sölustjóra Kjarnafæðis. Hann heitir Andrés Vilhjálmsson og hefur unnið að því undanfarin tvö ár að fá tilskilin leyfi til að flytja kjötið til Indlands.
Rassfar í steini-í slóð Ólafs helga til Stiklastaða, er heitir á nýrri bók eftir Jón Björnsson sálfræðing og rithöfund. Ólafur konungur Haraldsson, ríkti í rúman áratug yfir Noregi en hraktist þaðan í útlegð og var á endanum felldur í Stiklastaðaorrustu. Fljótlega fór að bera á kraftaverkum í kringum líkið og innan skamms var hann orðinn helgur maður. Hinsta ferð Ólafs var frá Svíþjóð yfir Kjöl til Stiklastaða og varð sú leið ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda. Við heyrum í Jóni hér rétt strax.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners