MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR. 7.nóv
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Magnús R EInarsson
Töluvert vantar upp á stuðning í heilbrigðiskerfinu hér á landi við börn sem missa foreldri. Brestir er í löggjöf um vernd og rétt barnanna. Mælt verður fyrir frumvarpi til laga á Alþingi fljótlega sem ef verður samþykkt mun bæta stöðu þeirra verulega. Bergljót Baldursdóttir talar á Heilsuvaktinni við Dögg Pálsdóttur, lögfræðing í Reykjavík sem komið hefur að gerð laganna.
Nú á næstunni hefst útflutningur á lambakjöti alla leið til Indlands og Kína. Það er risastór markaður að opnast í Asíu með vaxand velmegun hjá þessum stærstu þjóðum heims og neysla á kjöti hefur aukist gríðarlega og það tækifæri eru íslensk fyrirtæki að nýta sér til útflutnings á lambakjöti. Við sláum á þráðinn norður á Akureyri og heyrum í sölustjóra Kjarnafæðis. Hann heitir Andrés Vilhjálmsson og hefur unnið að því undanfarin tvö ár að fá tilskilin leyfi til að flytja kjötið til Indlands.
Rassfar í steini-í slóð Ólafs helga til Stiklastaða, er heitir á nýrri bók eftir Jón Björnsson sálfræðing og rithöfund. Ólafur konungur Haraldsson, ríkti í rúman áratug yfir Noregi en hraktist þaðan í útlegð og var á endanum felldur í Stiklastaðaorrustu. Fljótlega fór að bera á kraftaverkum í kringum líkið og innan skamms var hann orðinn helgur maður. Hinsta ferð Ólafs var frá Svíþjóð yfir Kjöl til Stiklastaða og varð sú leið ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda. Við heyrum í Jóni hér rétt strax.