Mannlegi þátturinn

Bovísk kvikmyndagerð, gamanþáttur frá 1960 og Afríkufræði


Listen Later

Íslenska kvikmyndin Eden verður frumsýnd 9. maí næstkomandi en leikstjóri og höfundur myndarinnar er Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölvason. Eden er önnur mynd Snævars Sölva sem ratar í kvikmyndahúsin en fyrri myndin var gamanmyndin Albatross sem kom út árið 2015. Albatross var gamanmynd sem fjallaði um líf og störf golfvallarstarfsmanna í Bolungarvík en kvikmyndin Eden er samkvæmt kynningu villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá pari sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Við hringdum í Snævar í þættinum í dag, en hann er staddur í Malmö þar sem hann er að skrifa handrit að næstu mynd.
Við opnuðum gullkistu safnsins hér í Útvarpinu. Við heyrum brot úr útvarpsþáttaröð sem var á dagskrá 1960, þessir þættir voru skemmti og gamanþættir og hétu Klippt og skorið. Ummsjónarmenn voru engir aðrir en Gunnar Eyjólfsson, leikari og Jónas Jónasson, útv. maður.
Bandarískur prófessor í Afríkufræðum spáir því í komandi bók að flóðbylgja ungra ómenntaðra Afríkubúa muni skella á Evrópu á næstu þrjátíu árum. Hann segir að hundrað til tvö hundruð milljónir munu streyma til Evrópu vegna hinnar gífurlegu mannfjölgu sem á sér stað í Afríku og fer vaxandi með hverju ári. Magnús skoðaði málið í pistli dagsins.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners