Fyrsta sólóplata Bubba Morthens, Ísbjarnarblús, kom út árið 1980 og sama ár varð hljómsveitin Utangarðsmenn til.
Næstu laugardaga verður fjallað um feril Bubba í útvarpsþáttaröðinni Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Laugardaginn 7. desember verða árin 1978 - 1984 til umfjöllunar. Umfjöllunarefnið er fyrstu fjórar sólóplötur Bubba Morthens og hljómsveitirnar Utangarðsmenn og Egó.
Umsjón og handrit: Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Jónatan Garðarsson.
Raddir: Ásgeir Eyþórsson og Sigríður Thorlacius.
Próförk: Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Samsetning: Ásgeir Eyþórsson.
Aðstoð: Stefán Jónsson.