Mannlegi þátturinn

Charlotte um dauðann, spil um rúnir og Jón Magnús lesandi vikunnar


Listen Later

Afhverju er dauðinn svona mikið tabú? Hversvegna við hræðumst hann svona mikið og hvernig hann getur styrkt okkur í lífinu? Þegar Charlotte Bøving varð fimmtug uppgötvaði hún sér til mikillar undrunar að hún myndi deyja. Hún hafði aldrei velt dauðanum fyrir sér. Í framhaldi af þessari uppgötvun varð sýningin Ég dey til, en hún var frumsýnd í síðustu viku í Borgarleikhúsinu. Í sýningunni veltir Charlotte fyrir sér ýmsum hliðum dauðans og skoðar lífið með augum hans. Charlotte kom í þáttinn í dag.
Grafíski hönnuðurinn Áslaug Baldursdóttir hefur hannað fræðandi og fallegt spil um rúnir og goðafræði. Spilið er framhald af rannsókn sem Áslaug vann fyrir bókina Bandrún, lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún endurhannaði rúnaletur og skrifaði um menningararfinn. Áslaug fræddi hlustendur um rúnir í þættinum í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jón Magnús Arnarsson. Fyrsta leikrit hans í fullri lengd, Tvískinnungur, var sýnt í Borgarleikhúsinu í haust og er nú komið út á bók. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners