Mannlegi þátturinn

Davíð Þór, bluegrass og veisluborð Babette


Listen Later

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn hefur komið víða við á sínum ferli, var lengi skemmtikraftur, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var dómari og spurningahöfundur í Gettu betur, ljóðskáld, ritstjóri og guðfræðingur. Hann er í dag prestur í Laugarneskirkju. Nú ættu einhverjir að hafa áttað sig, hann heitir Davíð Þór Jónsson. Við fengum að vita hvar hann er fæddur og uppalinn og stikluðum á stóru til dagsins í dag.
Í Kentucky fylki Bandaríkjanna árið 1939 stofnaði 28 ára gamall mandólínleikari og söngvari hljómsveit, Bill Monroe and his Blue Grass Boys. Þeir spiluðu og sungu lög um lífið í sveitum og fjallabyggðum suðurríkjanna. Bandið og tónlistarstíllinn nutu vinsælda og síðan er tónlistin í daglegu tali nefnd bluegrass. Tónlistin er spiluð á órafmögnuð strengjahljóðfæri og stór hluti undirstöðunnar er bresk þjóðlagatónlist sem barst með fólksflutningum til Ameríku á 17. öld. Síðan eru liðin mörg ár en nú kemur blágresið við í Hörpu og það er ungur maður Bragi Þór Ólafsson sem stendur fyrir tónleikum þar sem íslenskir og enskir hljóðfæraleikarar sameina krafta sína. Við hittum Braga, félaga hans og móður á heimili hans.
Sigurlaug Margrét var með sitt vikulega matarspjall í þáttinn. Hún var áfram á dönskum slóðum eins og í síðustu viku. Hún fór á heimili Karen Blixen í Rungsted og fékk leiðsögn um húsið þar sem hún sá meðal annars veisluborðið úr Gestaboði Babette.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners