Mannlegi þátturinn

Endurlífgun,Bugl og Ljósið


Listen Later

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 8.MAÍ 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Mánudaginn 29.apríl fékk forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, afhendan fyrsta K-lykilinn í landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar, sem hófst formlega 1.maí. Landsöfnunin er, eins og í fyrra, til styrkar BUGL og Píeta. Hingað komu þær Helga Jörgensdóttir, hjúkunardeildarstjóri á göngudeild BUGL og Soffía Erla Einarsdóttir Verkefnastjóri göngudeild BUGL og sögðu okkur frá þessari söfnun og hvernig hún gagnast Barna- og unglingageðdeild, BUGL, og frá því sem er efst á baugi í starfseminni.
Nú er að fara í gang vitundarvakning um Ljósið,endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda og búið er að gera myndband þar sem ljósberar og aðstandendur segja frá reynslunni í kringum krabbameinið og hvernig Ljósið hjálpaði þeim. Aðstandendur Ljóssins vilja með þessu gefa dýpri skilning á starfinu sem þar fer fram.
Árangur af endurlífgunum hér á landi er mjög góður. Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs segir að það megi að einhverju leyti þakka því að um 60 þúsund Íslendingar hafi farið á endurlífgunarnámskeið á liðnum fimm árum. Um 140 endurlífganir eru hér á landi utan sjúkrahúsa á hverju ári Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann á Heilsuvaktinni.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners