Mannlegi þátturinn

Er ég mamma mín? Hlvaðvarpið Vaknaðu og Jón Hörður Elíasson


Listen Later

Foreldrahlutverkið hefur breyst talsvert á síðustu hálfu öld, eða frá þeim tíma að faðirinn vann fyrir fjölskyldunni, móðirin sá um heimilið og börnin, hafði kvöldmatinn tilbúinn á háréttum tíma, milli þess að sjá um þvottinn og þrif. Sýningin Er ég mamma mín? í Borgarleikhúsinu skoðar þessa þróun sem varð á heimilum okkar og breytingarnar sem kollvörpuðu „hefðbundnu“ fjölskyldulífi. María Reyndal, leikstjóri og höfundur sýningarinnar kom í þáttinn og fór með okkur yfir þessar áhugaverðu breytingar sem snerta okkur öll.
Nýverið hóf göngu sína hlaðvarpið Vaknaðu á fjölmiðlinum N4 þar sem fjallað verður um kynjajafnrétti og femínisma. Það eru þær Ásthildur Ómarsdóttir og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir sem sjá um hlaðvarpið. Þær komu til okkar í hljóðverið á Akureyri.
Nú eru mörg ár liðin frá síðustu landhelgisdeilu okkar Íslendinga og einu stríðin okkar við Breta fara fram á fótboltavellinum sem betur fer. En mögulega var landhelgisdeilan harkalegri en hægt er að lesa um sögubókum a.m.k. lenti einn lítill handfærabátur í kröppum dansi við togarann Norden queen frá Grimsby. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti einn úr áhöfn bátsins Jón Hörð Elíasson og fékk hann til að rifja upp þennan eftirminnilega dag á miðunum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners