Mannlegi þátturinn

Erró og Maó, Bylting í framleiðslu líftæknilyfja og fólk í fátækt


Listen Later

Page Break
MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 27.MARS 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Á föstudaginn kemur verður haldin morgunverðarfundur á vegum EAPN en það eru alþjóðleg samtök fólks í fátækt. Umræðuefnið er eldfimt málefni sem nauðsynlegt er að ræða segja samtökin.
Oft er málefnum flóttamanna, hælisleitenda og ýmissa annarra innflytjenda stillt upp gegn málefnum lífeyrisþega og annarra fátækra Íslendinga og þá talað um hópana sem andstæðinga í einhvers konar keppni um aðstoð og úrbætur. En er málið svo einfalt? Við ræðum við Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa.
Listasafn Reykjavíkur varðveitir um 4.000 listaverk eftir Erró samt sem áður er það að auglýsa eftir fleiri verkum sem eru í einkaeign. Listasafnið kallar eftir upplýsingum frá almenningi um klippimyndir eða málverk eftir Erró sem sýna Maó, fyrrverandi leiðtoga Kína fyrir sýningu sem stendur til að verði opnuð 1.maí. Við fengum Sigurð Trausta Traustason, deildarstjóra safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur til að segja okkur frekar frá þessu.
Bylting stendur nú yfir á lyfjamarkaði með aukinni framleiðslu líftæknilyfja sem hafa gjörbreytt líðan gigtarsjúklinga, fólks með krabbamein, sóríasis og fleiri alvarlega sjúkdóma. Framleiðsla þessara lyfja vex hratt og sömuleiðis þróun nýrra lyfja. Bergljót Baldursdóttir ræðir á Heilsuvaktinni við Kolbein Guðmundsson yfirlækni á Lyfjastofnun um lyfjabyltinguna
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners