Mannlegi þátturinn

Fígaró í Þjóðleikhúsinu, Smiðjuloftið og póstkort frá Spáni


Listen Later

Íslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins með hina óborganlegu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir meistara Mozart. Óperan fjallar um ást, hjónaband og stéttaskiptingu. Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum Íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins enda um stórviðburð að ræða sem beðið hefur verið eftir. Þess má geta að fyrsta óperuuppfærslan sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu var einmitt gestasýning frá Stokkhólmsóperunni á Brúðkaupi Fígarós - frumsýnd í júní 1950 og var margoft sýnd fyrir fullu húsi. Við fengum óperustjórann Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í þáttinn í dag.
Hjónin, Þórður Sævarsson og Valgerður Jónsdóttir, opnuðu Smiðjuloftið á Akranesi fyrir einu og hálfu ári. Þau ákváðu að sameina áhugamál þeirra beggja undir einn hatt og sjá hvert það myndi leiða þau. Þau bjóða upp á aðstöðu til klifurs, halda tónlistarnámskeið fyrir börn og foreldra, bjóða ferðamönnum upp á íslenskt þjóðlagaprógramm og tónleika og fleira. Valgerður kom í þáttinn og sagði frá þessu framtaki þeirra hjóna.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Spánverjar umgangast áfengi af miklu frjáslyndi, þeir drekka frá því snemma á morgna og fram á kvöld. Samt sést aldrei drukkið fólk. Frá þessu segir í póstkorti dagsins og jafnframt af kannabisframleiðslu í heimahúsum sem færist verulega í aukana og einnig af gríðarlegri hækkun á leiguverði húsnæðis, sem nemur fimmtíu prósentum á aðeins fimm árum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners