Mannlegi þátturinn

Fjölskyldustundir í bókasafninu, íslenska á ferðaöld og öskubakkar


Listen Later

Borgarbókasafnið Kringlunni býður upp á fjölskyldustundir fyrir verðandi foreldra og foreldra með ungabörn og börn á leikskólaaldri. Sálgreinirinn Sæunn Kjartansdóttir fjallar um mikilvægi fyrstu áranna, hlutskipti foreldra, og svarar spurningum foreldra um það sem brennur á þeim, í safninu á morgun. Hún er höfundur bókanna Árin sem enginn man og Fyrstu 1000 dagarnir. Sæunn kom í þáttinn í dag.
Eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar er að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Nú hefur málnefndin sent frá sér sína 13. ályktun og að þessu sinni er yfirskriftin ,,Íslenska á ferðaöld.“ Á Íslandi fer þeim óðum fjölgandi sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Málnefndin bendir á að Íslendingar verði að velta fyrir sér hvaða áhrif þessar nýju aðstæður kunna að hafa á íslenska tungu og kallar eftir vitundarvakningu í samfélaginu um mikilvægi íslensku. Auk þess stendur Íslensk málnefnd fyrir málræktarþingi í Þjóðminjasafninu í dag um þetta efni. Ármann Jakobsson, varaformaður Íslenskrar málnefndar kom í þáttinn.
Tímarnir breytast og mennirnir með. Margt sem var alvanalegt fyrir ekki svo mörgum árum, er gjörsamlega horfið, eða svo til, úr samtímanum. Lísa Páls fór í leiðangur í bæinn að leita að ákveðinni vöru, öskubökkum, sem fást nánast ekki í verlsunum í dag. Þóra Sigurðardóttir í Kúnígúnd varð fyrst fyrir svörum.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners