Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræðir um pólitíkina, lífið og tilveruna hjá Vigfúsi Bjarna Albertssyni, formanni Varðar. Guðlaugur Þór sem er með reynslumestu stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokksins segir frá ferlinum og fyrstu skrefunum í nýju ráðuneyti þar sem orku- og loftslagsmálin eru á oddinum.