Áramótaskaupið er komið á borð heillar ritnefndar, eða hóps höfunda, sem á fyrir höndum mikilvægt verk við skriftir og eflaust á eftir að endurskrifa og bæta við, henda út og liggja yfir texta. Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, þau Reynir Lyngdal, sem mun leikstýra Skaupinu í ár og Vala Kristín Eiríksdóttir sem er einn handritshöfunda Skaupsins. Það var um nóg að spjalla við þau um lífið, tilveruna og grínið.
Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn hringdi hún í Bryndísi Óskarsdóttur í Skjaldarvík í Eyjafirði sem rekur þar ferðaþjónustu. Bryndís býður uppá nýtt námskeið í því hvernig nýta má brauðafganga í matargerð og stuðla með því að minni matarsóun og spara pening í leiðinni.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON