Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Við fórum í gær niður í Ráðhús og spjölluðum við hann um æskuna og uppvöxtinn, pólítíkina og svo auðvitað um Menningarnótt sem verður haldin á morgun með pompi og pragt.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Í dag hringdi hún í Marentzu Poulsen og við rifjuðum saman upp gamlar minningar af veitingastöðum í Reykjavík í tilefni Menningarnætur.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON