Menntavísindasvið Háskóla Íslands og samtökin Fróðir foreldrar hafa tekið höndum saman og standa sameiginlega að hagnýtri fræðslu fyrir foreldra barna. Stefnt er að því að halda regluleg fræðslukvöld um fjölbreytt viðfangsefni er varða uppeldi barna og ungmenna. Á fyrsta fræðslukvöldinu voru fjórir fræðimenn með stutt og aðgengileg erindi til dæmis um matvendni og árangursríka uppeldishætti. Þær Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða komu í þáttinn.
Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV í vor. Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum og umhverfi sínu og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum. Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV. Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV í vor. Eva Rún Þorgeirsdóttir frá UngRÚV kom og sagði frá.
Hólmavíkurhátíðin sem haldin var sumarið 1990 er mörgum Strandamönnum minnisstæð - en þá heimsóttu staðinn um fimm þúsund manns. Björk Jóhannsdóttir var formaður afmælisnefndar og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti hana og hennar mann Stefán Gíslason sem vissulega gegndi líka mikilvægu hlutverki í hátíðinni.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON