Mannlegi þátturinn

Gamanmyndakeppni, sjúkraþjálfun og Lófakreppa


Listen Later

Um helgina fer fram gamanmyndakeppni á netinu á vegum Gamanmyndahátíðarinnar á Flateyri og Reykjavík Foto, en keppendur fá 48 klukkustundir til að framleiða gamanmynd. Keppnin verður opin öllum og hægt að taka þátt hvar sem er. Einstaklingar, fjölskyldur eða vinahópar geta skemmt sér við þetta saman. Flestir eiga snjallsíma eða hafa aðgang að myndbandsupptökuvél og það er allt sem þarf. Við heyrðum í Eyþóri Jóvinssyni, sem sér um keppnina og fengum hann til að segja okkur frekar frá henni.
Hér er hægt að skrá sig: https://www.icelandcomedyfilmfestival.com/48-stunda-gamanmyndakeppni
Og hér er hægt að skoða sigurmyndina frá því í fyrra: https://www.youtube.com/watch?v=gvn9T_fkoQM&t=2s)
Margir hafa velt fyrir sér hvort óhætt sé að fara til sjúkraþjálfara núna og hvort þeir séu enn starfandi og við heyrðum í Unni Pétursdóttur formanni félags Sjúkraþjálfara og fengum að vita hver staðan er og svo gaf hún góð ráð til þeirra sem eru mikið heima, sem eru jú flestir í dag, um hreyfingu og æfingar sem flestir geta tileinkað sér.
Sérkennilegur sjúkdómur Lófakreppa sem stundum er nefndur víkingasjúkdómurinn verður til umræðu á Heilsuvaktinni í dag. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Björn Pétur Sigurðsson, bæklunarskurðlækni um þennan óvenjulega sjúkdóm sem á uppruna sinn á Landnámsöld. Eitt af þeim lyfjum sem notað er til að meðhöndla hann hefur verið tekið af markaði í Evrópu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners