Við huguðum að geðheilsunni í þættinum í dag, Sólveig Kristjánsdóttir sálfræðingur kom í þáttinn og sagði frá fræðsluefni sem hefur verið að útbúa fyrir almenning - ekki síst unglinga í þessum efnum. Áhugaverð myndbönd um geðheilsu, kvíða og fleira. Hægt er að finna myndböndin á www.thinnbestivinur.is og á youtube rásinni Vertu þinn besti vinur.
Um þessar mundir eru 30 ár liðin síðan Rótarýhreyfingin gekk fram í því að hrinda af stað herferð til útrýmingar lömundarveiki í heiminum, í samstarfi við WHO og UNICEF og fleiri aðila. Fyrir 30 árum var faraldur í 125 löndum en nú finnst þessi vírus aðeins í þremur löndum. Lokahnykkurinn er eftir og Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur sett saman myndband í því tilefni þar sem meðal annars er rætt við Sigrúnu Hjartardóttir frá Tjörn í Svarfaðardal en hún veiktist í síðasta svona faraldri hér á Íslandi árið 1955. Við fengum þau Garðar Eiríksson frá Rótary hreyfingunni Önnu Stefánsdóttur fyrrv. Hjúkrunarforstjóra Landsspítalans og viðtakandi umdæmisstjóra til að segja okkur frá.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jón Geir Jóhannsson trommuleikari hljómsveitarinnar Skálmaldar, en hann er einn umsjónarmanna bókadeildar Nexus og mikill bókaormur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið, hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL