Út frá hvaða upplýsingum sköpum við okkar sjálfsmat og virði? Sjálfið okkar verður fyrir allskonar áreiti alla daga sem kalla fram allskyns hugsanir og tilfinningar. Ábyrgð, viðurkenning, höfnun, sorg, ást, reiði. Það skiptir máli hvernig við stöndum í fæturna og finnum hvar við erum sterkust til að eiga við allt áreitið án þess að sjálfsmatið okkar minnki eða hverfi jafnvel alveg. Og hvernig gerum við það?