Fimm rithöfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld á viðburði sem Geðhjálp stendur fyrir sem kallast Geggjaðar bækur. Við fengum tvo þessara höfunda, þau Ágúst Kristján Steinarsson og Thelmu Ásdísardóttur. Í bók sinni, Riddarar hringavitleysunnar, leitar Ágúst í reynslu sína í átökum við veikindi af jafnt líkamlegum sem andlegum toga og Thelma, sem varð þjóðþekkt þegar hún sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba, fann leið til að glíma við erfiða reynslu sína með því að skrifa Mikami, þar sem hún var ekki stelpa heldur japanskur strákur. Þau sögðu okkur frá verkum sínum og viðburðinum í þættinum.
Við rifjuðum upp brot úr Kvöldvökuþættum sem voru á dagskrá Ríkisútvarpsins í áratugi en þetta brot sem við heyrum frá kvöldvöku í nóvember 1983 og yfirskriftin var „Til gamans úr gömlum blöðum“. Áskell Þórisson safnaði fréttum úr Akureyrarblaðinu Degi frá árinu 1948 og stiklaði á stóru í því ,er þá þótti helst fréttnæmt.
Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði og ræddi við skólabúðastjórann Karl Örvarson sem þar hefur starfað frá árinu 2001.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson