Í dag er alþjóðlegi vegan dagurinn. Í næstu viku munu Vegansamtökin og Samtök grænmetisæta á Íslandi leggja til á aðalfundum sínum að þau sameinist í eitt stærra félag. Samhliða sameiningunni myndi nýtt félag fá nafn þar sem ríkari áhersla verður lögð á veganisma. Við fengum þá Benjamín Sigurgeirsson formann samtaka grænmetisæta á Íslandi og Birki Stein Erlingsson formann Vegan-samtakanna í þáttinn.
Heimsmeistaramótið í matreiðslu fer fram í Lúxemborg í lok nóvember en það er haldið á fjögurra ára fresti. Á mótinu mætast færustu kokkar heimsins og nú hefur hópurinn verið að leggja lokahönd á matseðla og ferla fyrir keppnina og æfir nú vikulega. Ylfa Helgadóttir er þjálfari liðsins en hún kom í þáttinn ásamt Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur keppanda.
Mikil breyting er á ásjónu miðbæjar Reykjavíkur í kjölfar stórframkvæmda, stórhýsi rísa, hótel og verslanir. Til dæmis mun Pósthúsið í Austurstræti loka sínum dyrum eftir áramót, og Hitt húsið mun einnig flytja úr miðbænum. Lísa Páls heimsótti Hitt húsið og ræddi við Makús H. Guðmundsson frostöðumann um flutningana.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson