Mannlegi þátturinn

Grímur Atlason,Póstkort frá Spáni og Málþroskaraskanir


Listen Later

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 18.SEPT 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Námskeið um málþroskaraskanir, orsakir og afleiðingar verður haldið þann 25. september næstkomandi. Námskeið þetta er fyrir foreldra og fagfólk og þegar orðið uppselt á það en Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur segir að hægt sé að gera betur fyrir börn með málþroskaraskanir og mjög mikilvægt að grípa snemma inní til hjálpar . Við ræðum við Tinnu hér á eftir.
Grímur Atlason er nýráðinn framkvæmdastjóri Geðhjálpar, en hann er menntaður þroskaþjálfi, hefur verið bæjarstjóri Bolungarvíkur, sveitastjóri Dalabyggðar, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, starfað sem verkefnisstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og stundar MBA nám við Háskóla Íslands. Geðhjálp er 40 ára í ár, því fáum við Grím til að segja okkur frá starfinu og áskorunum framundan.
Við fáum póstkort Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag, þar segir af hinu gríðarlega óveðri sem varð á suðaustur Spáni sem olli leifturflóði sem aftur olli miklum skemmdum. Flóðið er enn að hækka og eignir að spillast. Svo segir líka af neikvæðri þróun sem á sér stað meðal ungs fólks á Spáni. Hér hefur spilavítum fjölgað um þrjú hundruð prósent á aðeins nokkrum árum og viðskiptavinirnir eru að langmestu leyti unglingar og ungt fólk. Fólk sem eyðir sínum takmörkuð tekjum í spilavítin í von um skjótfengan gróða. Undir lok póstkortsins segir Magnús frá því að vörumerkjafölsun á Spáni kostar spænsk fyrirtæki sem samsvarar níu hundruð og fimmtíu milljörðum íslenskra króna.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners