Mannlegi þátturinn

Guðmundur og matarræðið, þjóðlög á mögnuðum stöðum og tengslavandi


Listen Later

Guðmundur Haraldsson leikari og leiðsögumaður gerði áhugaverðar tilraunir á sjálfum sér fyrir um það bil 5 árum. Hann fastaði meðal annars, fyrst í 8 daga og svo í 40 daga og tók svo mislöng tímabil í að prófa ýmiskonar matarræði, t.d. paleomataræðið. Við Guðrún fengum hann þá reglulega í viðtal í Síðdegisútvarpið á Rás 2 til að fá að fylgjast með hvernig gekk og hvaða áhrif þetta væri að hafa á hann. Guðmundur kom í þáttinn í dag og við fengumum hann til að segja okkur frá þessu ferli, hvað hann lærði af því og hver staðan er í dag.
Ýmis forvitnileg verkefni hafa náð að líta dagsins ljós og fengið byr undir báða vængi með hjálp frá Karolina fund. Eitt slíkt er í vinnslu þar, kvikmyndaðir tónleikar þar sem íslensk þjóðlög verða flutt á 6 mögnuðum stöðum. Staðirnir eru; Tjarnargígur í Lakagígum, Akranesviti, Lýsistankur í Djúpavík, Stefánshellir í Hallmundarhrauni, Botnstjörn í Ásbyrgi og Emelíuklappir í Grímsey. Segjum betur frá þessu hér á eftir. Við hringdum í Önnu Jónsdóttur, óperusöngkonu, í þættinum í dag.
Erfið tengsl milli barns og foreldra þess getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barnsins. Þekking til að bregðast við slíku ætti að vera til á heilsugæslustöðvum, segir Vilborg Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur á Barna- og unglingageðdeildinni BUGL. Hún vill að brugðist sé fyrr við börnum með tengslavanda og um leið verði hægt að fækka erfiðustu tilfellunum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners