Guðmundur Haraldsson leikari og leiðsögumaður gerði áhugaverðar tilraunir á sjálfum sér fyrir um það bil 5 árum. Hann fastaði meðal annars, fyrst í 8 daga og svo í 40 daga og tók svo mislöng tímabil í að prófa ýmiskonar matarræði, t.d. paleomataræðið. Við Guðrún fengum hann þá reglulega í viðtal í Síðdegisútvarpið á Rás 2 til að fá að fylgjast með hvernig gekk og hvaða áhrif þetta væri að hafa á hann. Guðmundur kom í þáttinn í dag og við fengumum hann til að segja okkur frá þessu ferli, hvað hann lærði af því og hver staðan er í dag.
Ýmis forvitnileg verkefni hafa náð að líta dagsins ljós og fengið byr undir báða vængi með hjálp frá Karolina fund. Eitt slíkt er í vinnslu þar, kvikmyndaðir tónleikar þar sem íslensk þjóðlög verða flutt á 6 mögnuðum stöðum. Staðirnir eru; Tjarnargígur í Lakagígum, Akranesviti, Lýsistankur í Djúpavík, Stefánshellir í Hallmundarhrauni, Botnstjörn í Ásbyrgi og Emelíuklappir í Grímsey. Segjum betur frá þessu hér á eftir. Við hringdum í Önnu Jónsdóttur, óperusöngkonu, í þættinum í dag.
Erfið tengsl milli barns og foreldra þess getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barnsins. Þekking til að bregðast við slíku ætti að vera til á heilsugæslustöðvum, segir Vilborg Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur á Barna- og unglingageðdeildinni BUGL. Hún vill að brugðist sé fyrr við börnum með tengslavanda og um leið verði hægt að fækka erfiðustu tilfellunum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON