Share Gullkastið
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Það er erfitt að teikna fótboltahelgi mikið betur upp en við gerðum núna um helgina. Kop.is fór í frábæra hópferð til Liverpool, kvöldleikur á laugardegi á Anfield með frábæru upphitunaratriði frá Man City rétt fyrir leik. Arsenal og Chelsea töpuðu stigum daginn eftir og svo þegar við lentum á Íslandi var dómaraferli David Coote lokið. Þetta allt í kjölfar þess að Liverpool pakkaði ósigrandi liði Leverkusen saman á Anfield og fer inn í landsleikjahlé á toppnum allsstaðar.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Liverpool vann og allir helstu keppinautarnir töpuðu, það var erfitt að teikna þessa helgi mikið betur upp. Tveir baráttusigarar á þrælgóðu Brighton liði og City og Arsenal misstigu sig bæði nokkuð illa. Nýtt Ögurverk lið er á sínum stað skipað helstu vonarstjörnum Liverpool og byrjum við á stöðu markmanns. Endilega hjálpið okkur að velja fyrir næstu viku þegar við ætlum að skoða vinstri bakverði. Næsta vika er síðasta vikan fyrir enn eitt helvítis landsleikjahléið en heldur betur með flugeldasýningum. Xabi Alonso hans ósigrandi Leverkusen lið mætir á Anfield á morgun og um helgina er deildarleikur gegn Aston Villa klukkan 20:00 á laugardaginn. Kop.is verður á staðnum með Verdi Travel og gleðivísitalan eftir því í þætti vikunnar.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Liverpool kom tvisvar til baka í London til að næla í ágætt stig á Emirates í stórleik helgarinnar eftir góðan sigur í Leipzig í miðri viku. Slot heldur áfram að standast stóru prófin með sóma. Svekkjandi að vinna ekki Arsenal auðvitað en alvöru áfallið kom í dag þegar Man Utd sagði Erik Ten Hag mjög ósanngjarnt upp störfum, hann sem var bara rétt að byrja. Nýtt Ögurverk lið og þessi vika inniheldur tvo leiki gegn spræku Brighton liði.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Arne Slot er ennþá að sanna sig í hlutverki stjóra Liverpool enda að stíga í risastór fótspor Jurgen Klopp. Leikur helgarinnar var töluvert blásinn upp sem fyrsta alvöru stóra prófið á hann sem stjóri Liverpool jafnvel þrátt fyrir að hann þriðji leikir hafi varið á Old Trafford, fynda við það er reyndar að hann hefur talað þannig sjálfur. Niðurstaðan var góður sigur á þessu sterka milljarðaliði Chel$ski með fullt af jákvæðum punktum án þess að þessi sigur hafi svarað öllum spurningum eða gert út um allar efasemdir. Enda þegar öllu er á botninn hvolft bara einn leikur.
Skoðum hann betur og umferðina almennt á Englandi. Ögurverk liðið er á sínum stað og klárað að fylla upp í verstu leikmannakapin að þessu sinni, hver leiðir frammlínuna? Prófin þyngjast svo bara í framhaldinu hjá okkar mönnum, Leipzig úti í Austur-Þýskalandi og svo Arsenal úti í London. Eftir það er svo Brighton úti í deildarbikar þannig að framundan eru þrír þungir útileikir á viku.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Enski boltinn fer að rúlla aftur um helgina, Chelsea bíður okkar mönnum á Anfield á sunnudaginn. Hitum upp fyrir það, skoðum hvaða áhrif innkoma Slot hefur á mismunandi leikmenn liðsins og stöður á vellinum. Bætum vængmanni við Ögurverk liðið og hitum upp fyrir helgina.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Liverpool er áfram á toppi Úrvalsdeildarinnar eftir ágætan útisigur á Selhurst Park í London og verður næstu vikur enda deildin komin í aðra pásu tímabilsins vegna landsleikja. Fréttir af samningsmálum leikmanna Liverpool, Ögverk liðið og hörku umferð að baki í enska boltanum.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Liverpool er á toppi Úrvalsdeildarinnar og með fullt hús stiga í Meistaradeildinni eftir leiki vikunnar þrátt fyrir að hvorugur hafi verið einhver flugeldasýning sem verður í minnum höfð. Áhugaverð úrslit í öðrum leikjum vikunnar og framundan er útileikur í London sem er síðasta verkefnið fyrir næsta landsleikjahlé. Það koma svo tveir inná miðjuna í Öguverk liðinu
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Liverpool kom sterkt til baka eftir slæmt tap gegn Forest. Ansi magnaður leikur í Mílanó og síðan örugg þrjú stig á heimavelli ættu að vísa liðinu inn á rétta braut, í sveitinni var manni sagt að þegar maður dytti að baki þá bara strax aftur upp og af stað og það gekk eftir. Þessa dagana er málið að klára leiki og undirbúa sig fyrir þá næstu, framundan er að hefja titilvörnina í Carling cup gegn West Ham og svo ferðalag til Wolverhampton í deildinni, bæði lið sem hafa komið löskuð undan sumri en verða sannarlega ekki einfaldur biti að kyngja.
Einar og Steini fá frí að þessu sinni, fáum einn góðkunningja í þáttinn og öflugan nýliða með honum!
Stjórnandi: Maggi Viðmælendur: Sveinn Waage og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Liverpool tók þessa líka hvellskituna í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og sparkaði öllum jákvæðum straumum eftir byrjun tímabilsins langt út á haf. Afleit byrjun á rosalegu leikaprógrammi fram að næsta landsleikjaglugga. Lið sem ætlar sér eitthvað í Úrvalsdeildinni má hreinlega ekki tapa fyrir Forest heima, það er ekki í boði. AC Milan bíður næst á San Siro og svo er það Bournemouth úti um helgina.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Hitum upp fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum sem fer aftur að rúlla eftir landsleiki. Hvernig er staðan á hinum stóru liðunum, Ögurverk liðið og fókus á Nottingham Forrest sem mæta næst á Anfield
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
The podcast currently has 321 episodes available.
474 Listeners
151 Listeners
8 Listeners
23 Listeners
29 Listeners
11 Listeners
11 Listeners
28 Listeners
74 Listeners
23 Listeners
25 Listeners
0 Listeners
8 Listeners
3 Listeners
7 Listeners