Mannlegi þátturinn

Hallgrímur Helgason og Bæng!


Listen Later

Föstudagsgesturinn okkar er fæddur 18 febrúar 1959 og er rithöfundur og málari. Hann hefur búið í París og New York og flutti þaðan minnistæða pistla í dægurmálaútvarpi Rásar 2 á níunda áratugnum. Hann dvelur stundum útí Hrísey en býr annars í Reykjavík. Síðasta skáldsaga hans heitir Sextíu kíló af sólskini en hann hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá bók. Nú ættu hlustendur Mannlega þáttarins að átta sig á því um hvern ræðir, þetta er að sjálfsögðu Hallgrímur Helgason rithöfundur.
Undrabarnið Rolf Bæng er bjargvættur mannkyns - að eigin áliti. Hann fæddist fullskapaður, heiltenntur og altalandi, og hann heillar alla upp úr skónum. Leikritið Bæng! um téðan Rolf, eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg, í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Gréta Kristín sagði frá leikritinu í þættinum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners