Föstudagsgesturinn okkar er fæddur 18 febrúar 1959 og er rithöfundur og málari. Hann hefur búið í París og New York og flutti þaðan minnistæða pistla í dægurmálaútvarpi Rásar 2 á níunda áratugnum. Hann dvelur stundum útí Hrísey en býr annars í Reykjavík. Síðasta skáldsaga hans heitir Sextíu kíló af sólskini en hann hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá bók. Nú ættu hlustendur Mannlega þáttarins að átta sig á því um hvern ræðir, þetta er að sjálfsögðu Hallgrímur Helgason rithöfundur.
Undrabarnið Rolf Bæng er bjargvættur mannkyns - að eigin áliti. Hann fæddist fullskapaður, heiltenntur og altalandi, og hann heillar alla upp úr skónum. Leikritið Bæng! um téðan Rolf, eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg, í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Gréta Kristín sagði frá leikritinu í þættinum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON