Hallgrímur Ólafsson leikari var í fyrra greindur í fyrsta skipti, fjörutíu og eins árs, með athyglisbrest. Hann hafði sjálfur gert grín að því í gegnum tíðina hvað hann var utan við sig, til dæmis þegar konan hans þurfti skilja eftir langan gátlista yfir allt sem hann þurfti að muna þegar hún þurfti að bregða sér frá í nokkra daga. Vinir Hallgríms höfðu gaman að þessum færslum, en í rauninni hafði þetta háð honum talsvert í lífinu og eftir að hann fékk greiningu og svo í framhaldi af því lyf þá segir hann að lífið hafi breyst til hins betra. Hallgrímur deildi sögu sinni af þessu í þættinum í dag.
Í dag var fluttur 6. Pistil Steinars Þórs Ólafssonar í röðinni Kontóristinn, þar sem hann fjallar um vinnumenningu frá mörgum hliðum. Í hugvekju dagsins velti Steinar Þór því fyrir sér hvort það gæti verið að altari nútímans standi ekki í kór kirkjunnar og sé ekki borð Drottins heldur skrifborðið okkar í vinnunni? Að minnsta kosti hefur hlutfall Íslendinga sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fækka nokkuð stöðugt undanfarin ár.
Við heyrðum að auki viðtöl frá afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi við Víking Heiðar Ólafsson tónlistarmann og verðlaunahafa, Sögu Garðarsdóttur kynni kvöldsins, Guðna Th. Jóhannesson forseta og Karl Olgeirsson tónlistarmann og verðlaunahafa.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON