Share Handball Special
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Grjótkastarinn úr Breiðholtinu! Einar Hólmgeirsson sló í gegn með ÍR í byrjun aldarinnar þegar hann beyglaði markstangir, reif netin og hamraði hverri sleggjunni á fætur annarri í markið. Hann hélt áfram að negla boltanum á 400km hraða í Þýskalandi og með landsliðinu en fékk einnig allt of vænan skerf af hinum ýmsu meiðslum. Hann nennir engu veseni, var vakin af Alexander Petterson á óhugnalegan hátt og var rotaður í loftinu í leik... og það var allt Ásgeiri Erni að kenna! Þekktur fyrir sín þrumuskot... Einar Hólmgeirsson!
Atli Rúnar Steinþórsson hefur spilað með flestum liðum landsins þó að hann kvitti nú helst undir það að vera Valsari. Hann hef hætt oftar en hann hefur byrjað í handbolta og nú síðast náði hann einum leik í deildinni áður en hann sleit hásin. Grjótharður gæji af gamla skólanum sem tuskaðist til á línunni og skilaði alltaf góðu framlagi í sókninnni en lét aðra um það að spila vörn. Hann á Íslandsmeistaratitla með þremur félögum ásamt því að sigra næst efstu deild og henti þýskri goðsögn í gólfið í einhverjum töffaraskap í æfingaferð í Þýskalandi.
Í boði NOCCO- Ægir Brugghús & Ölhúsið
Gleðigjafinn lenti í undarlegum uppákomum í aðdraganda þáttarins!
Gleðigjafinn sjálfur er engum líkur! Hann spilaði með flestum Reykjavíkurfélögunum, vann titla, spilaði meiddur með landsliðinu á EM, fékk undarlegar hótanir í aðdraganda þáttarins og þolir ekki dani af því að þeir þykjast ekki skilja hann. Reifst við Dag Sigurðsson, elskar Roland Eradze og breytti um lífssýn eftir að "Bavú" gekk til liðs við Val. Þetta er þáttur sem engin má missa af!!
Ljónið af Ásvöllum, Herra Haukar, Vignir LePier.
Handboltahetjan úr Kaplakrikanum, groundaður af læknisráði, fyrirliði, íslandsmeistari, atvinnumennskan og landsliðið og svo auðvitað OASIS hárgreiðslan!
The podcast currently has 6 episodes available.