Mannlegi þátturinn

Hans Jónatan, Björk hundaþjálfari og Jónína Leósdóttir


Listen Later

Árið 1802 birtist á Djúpavogi ungur, þeldökkur maður sem settist þar að. Þessi maður hét Hans Jónatan og er eftir því sem best er vitað fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að á Íslandi. Enginn virtist hafa neitt við húðlitinn að athuga heldur var Hans Jónatan metinn fyrir sína góðu menntun og manngæsku. Hann starfaði við verslunina í Löngubúð á Djúpavogi og varð síðar verslunarstjóri og í dag . Hans hafði verið þræll allt sitt líf en það má segja að hann hafi stolið sjálfum sér og gerst frjáls maður á Íslandi. Afkomendur hans og Katrínar, eiginkonu hans, eru á tólfta hundraðið í dag. Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson komu í þáttinn og sögðu frá heimildarmynd sem þau hafa gert um merkilega sögu Hans Jónatans.
Björk Ingvarsdóttir býr og starfar á Hólmavík og hefur nýlegið lokið hundaþjálfaranámi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á ströndum, hitti Björk og fékk hana meðal annars til segja frá því þegar hundurinn hennar hún Tinna var hætt komin í sjónum við Hólmavík.
Bandalag jafnaðarmanna var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 1983 að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar eftir klofning í Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kosna á þing sama ár en varð skammlífur og árið 1986 gengu þrír þingmenn flokksins í Alþýðuflokkinn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn. Bandalag jafnaðarmanna var fyrsti flokkurinn til þess að setja réttindi samkynhneigðra á stefnuskrá sína. Jónína Leósdóttir var ein þeirra sem tók þátt í stofnun flokksins og hún rifjaði þennan tíma upp í þættinum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners