Í þessum þætti eru viðtöl við fjóra nemendur sem völdu áfangann vorið 2020. Þessi fjórir nemendur voru umsjónamenn vistanna. Þau luku öll stúdentsprófi frá Versló vorið 2020. Fulltrúi Slytherin er Daði Helgason, en hann sinnir nú um stundir uppfræðslu ungmenna í Kópavogi. Fyrir hönd Ravenclaw er Rakel Sara Magnúsdóttir sem stundar nám í viðskiptafræði með tölvufræði sem aukagrein við Háskólann í Reykjavík. Elísabet Clausen mætir fyrir hönd Gryffindor, en hún stundar nám í ensku við Háskóla Íslands. Að lokum heyrum við frá umsjónamanni Hufflepuff, Snorra Beck Magnússyni, en hann er í námi í nýmiðlatónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Stef í upphafi og enda þáttar er úr laginu Ungfrú Mósambík af Aðalfundinum.