Þessi þáttur fjallar um eina hlið Harry Potter menningarinnar, en það er þróun íþróttarinnar Quidditch, sem hefur hlotið íslenska heitið Kvistbolti. Ég tala við Breka Bragason. Breki, sem flokkast í Ravenclaw, er stofnmeðlimur í kvistboltaliðinu Reykjavík Ragnarök. Hann spilar þar sem markavörður og var í stjórn liðsins 2019-2020, en er nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann starfar sem sjálfboðaliði. Ragnarök hefur keppt erlendis, bæði sem félags- og landslið! Kvistbolti hefur, eins og aðrar íþróttir, legið í láginni á tímum veirunnar, en um leið og birtir til með það bendi ég hlustendum eindregið á að kynna sér betur þessa spennandi íþrótt!