Mannlegi þátturinn

Haukur Harðarson og hreyfilistin og Margrét Rósa


Listen Later

Að kvöldi 17.júní var hin frábæra íslenska kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, sýnd á RÚV. Það var virkilega gaman að rifja hana aftur upp, frábær tónlist og stórskemmtilegur húmor sem hefur staðist tímans tönn. Í eftirminnilegu atriði í myndinni syngja Stuðmenn um stóreflis UFO sem af himnum ofan datt og astraltertugubb. Í því atriði léku tvíburabræðurnir Hörður og Haukur Harðarsynir geimverurnar sem komu með UFO-inu. Þeir voru landsþekktir, léku einnig í Hrafninn flýgur, voru með listasýningar þar sem þeir sýndu meðal annars hreyfilist, þróuðu eigin sjálfsvarnarlist, Kimewasa og margt fleira. En svo hurfu þeir af sjónarsviðinu, eða hvað? Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Haukur Harðarson, annar þeirra bræðra.
Í matarspjalli dagsins ræddum við við Margréti Rósu Einarsdóttur sem hefur verið í veitingabransanum lengi og veit nákvæmlega hvernig á að reka góðan veitingastað . Í dag er hún hótelstjóri á hótel Glym og einnig rekur hún kaffihúsið Englendingavík í Borgarnesi.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners