Mannlegi þátturinn

Heiða föstudagsgestur, kóramót á Akranesi og trufflusveppir


Listen Later

Heiða Ólafs söngkona, leikkona og flugfreyja var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hún lenti í 2. sæti í Idolinu árið 2005 og sama ár gaf hún út sína fyrstu sólóplötu hjá Senu. Þar með hófst farsæll ferill í söng og reyndar leiklist líka því Heiða lærði leiklist í New York og útskrifaðist árið 2009. Hún hefur leikið í söngleikjum eins og Buddy Holly í Austurbæ, Bjart með Köflum og Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu og einnig hefur hún unnið undanfarin ár við dagskrárgerð á Rás 2. Nú er að koma út glæný plata með Heiðu með hennar eigin efni í bland við uppáhaldslög og við forvitnuðumst um hana og uppvöxtinn á Hólmavík.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir var að sjálfsögðu hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Í dag hringdum við í Friðgeir Inga Eiríksson matreiðslumeistara. Hann rak í mörg ár veitingastaðinn á Hótel Holti og er nú að opna nýjan veitingastað á Laugaveginum, Eiríksson brasserie. Hann sagði okkur meðal annars um trufflusveppi og margvíslega rétti þar sem þeir koma við sögu.
Landsmót barna- og unglingakóra verður haldið á Akranesi um helgina. Von er á um 250 söngglöðum krökkum frá 5. bekk og uppúr en þau munu vinna saman í söngsmiðjum og halda svo lokatónleika í Grundaskóla á sunnudaginn kl. 13.30. Flestir eru kórarnir af suð-vesturlandi en nokkrir þeirra koma lengra að. Áhersla er lögð á að tengja mótið við bæjarlífið á Skaganum þannig að bæjarbúar geta átt von á að rekast á kórana á flakki um bæinn á laugardeginum. Við slógum á þráðinn uppá Skaga og ræddum við Valgerði Jónsdóttur sem heldur utan um skipulag og framkvæmd mótsins.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners