Notkun á gagnvirkum tæknibúnaði fyrir fólk sem hefur fengið heilablóðfall varð því hvatning til að reyna að skúra gólf og vinna ýmis verk sem það hafði ekki reynt eftir áfallið. Á Heilsuvaktinni í dag ræðir Bergljót Baldursdóttir við Steinunni Ólafsdóttur sjúkraþjálfara sem kannað hefur áhrif gagnvirks búnaðar á líðan fólks sem fengið hefur heilablóðfall.
Daði Guðbjörnsson, listmálari, er búnn að stunda Sahajayoga í 14 ár og hefur það hjálpað honum að losna við óþægindi í daglega lífinu eins og kvíða, en svo virkar hún einnig á blóðþrýsting, gigt o.fl. Líkamlega og andlega sjúkdóma. En hvað er Sahajayoga? Daði segir okkur frá þessari óvenjulegu hugleiðsluaðferð í dag.
Þessa dagana stendur yfir geðheilbrigðisvika í Háskólanum í Reykjavík þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn, kvíða, koffín og lyfjanotkun. Meðal annars verða kynntar niðurstöður rannsóknar á algengi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal nemenda í Háskólanum í Reykjavík. Meira um þetta hér á eftir.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON