Mannlegi þátturinn

Helgi á Prikinu, leikritið Sossa og Daladýrð í Brúnagerði


Listen Later

Prikið kaffihús í miðbænum á sér langa og litríka sögu. Í dag er rekið þar kaffihús á daginn en skemmtistaður á kvöldin og um helgar. Helgi Hafnar Gestsson mætir á Prikið á hverjum morgni fyrir vinnu, fær sér kaffibolla, situr á sama stað og fær sama bollann. Eftir vinnu kemur hann aftur og fær sér þá te. Þetta hefur hann gert í áratugi. Um helgar kemur hann í hádeginu og fær sér að borða. Hann spjallar við gesti, unga sem aldna, ferðamenn, pönkara og heimspekinga. Prikið opnaði fyrst árið 1951 sem vill svo skemmtilega til að er einmitt fæðingarár Helga. Mannlegi þátturinn brá sér í miðbæinn og hitti Helga og Magneu B. Valdimarsdóttur, sem er að gera heimildarmynd um Helga á Prikinu. Hvar hittum við þau...? Jú auðvitað á Prikinu.
Þann 30 maí sl var árshátíð grunnskóla Drangsness haldin með pompi og prakt. Aðalatriði kvöldsins var leikritið Sossa, leikgerðina unnu nemendur grunnskólans upp úr fjórleik Magneu frá Kleifum um sveitastelpuna Sossu. Eftir leiksýninguna hitti okkar kona, Kristín Einarsdóttir Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur skólastjóra og Aðalbjörgu Óskarsdóttur kennara.
Í Brúnagerði í Fnjóskadal, á milli Vaglaskógar og Illugastaða, búa hjónin Birna Kristín Friðriksdóttir og Guðbergur Egill Eyjólfsson. Þau hafa með dugnaði og elju komið upp skemmtilegum húsdýragarði sem þau nefna Daladýrð. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýr eins og hesta, kindur, hund, geitur, grísi, kanínur og ýmsar tegundir af hænum. Þau reka líka veitingastað með áherslu á eigin landbúnaðarframleiðslu og Birna, sem er textílhönnuður, er með opna vinnustofu, þar sem hún vinnur að hönnun sinni og framleiðslu. Við hringdum í Guðberg í Brúnagerði dag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners