Mannlegi þátturinn

Héraðið frumsýnd, Læknar án landamæra og hestar í Hrútafirði


Listen Later

Héraðið, ný íslensk kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd í bíóhúsum landsins á morgun. Héraðið fjallar um samskipti Ingu, miðaldra kúabónda, við kaupfélagið og kerfið. Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fer með hlutverk Ingu í myndinni og Grímur, leikstjóri, komu í viðtal í þáttinn í dag.
Alþjóðlegu mannúðarsamtökin Læknar án landamæra var boðið að taka þátt í tónleikaferðalagi Ed Sheeran og voru því á Laugardalsvelli um helgina að kynna störf sín með sýningu sem sett var upp á tónleikasvæðinu. Samtökin Læknar án landamæra voru stofnuð af hópi blaðamanna og lækna árið 1971 í París og eru í dag alþjóðleg samtök sem telja meira en 42 000 meðlimi. Við heyrðum í Helenu Jónsdóttur, hjálparstarfsmanni Lækna án landamæra í þættinum og fengum hana til að segja okkur frekar frá samtökunum og hvernig gekk um helgina.
Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, lagði leið sína að Bessastöðum í Hrútafirði til að ná í hesta sem hún hafði fest kaup á. Hún hitt þar bóndann og hestamanninn Jóhann Magnússon og dóttur hans hana Fríðu og ræddi við þau um hesta og hestamennsku.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners