Gestir Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar eru þeir Sigtryggur Veigar Herbertsson, fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Daði Lange Friðriksson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurandi eystra.
Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði. Á þessum námskeiðum mun bændum og öðrum landeigendum gefast kostur á að efla þekkingu á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins, með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar.
Í þessum hlaðvarpsþætti verður fjallað um ýmsar tækninýjungar í vélum, tækjum og áburðardreifingu svo fátt eitt sé nefnt. Sigtryggur útskýrir það sem hann kallar nákvæmisbúskap sem skiptir öllu í landbúnaði framtíðarinnar. Það sem kemur til umræðu í þættinum er aðeins brot af því sem fjallað verður um á námskeiðunum.