Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sest á Skörina með Freyju Þorvaldar í nýjum hlaðvarpsþætti. Umræðuefnið er landbúnaðarstefna Framsóknarflokksins og framtíð íslensks landbúnaðar. Þau fara um víðan völl og ræða meðan annars um tengingu Framsóknar við bændur í gegnum árin, innflutning á hráu kjöti, nýsköpun og menntun, eignarhald á landi, tengsl byggðastefnu og landbúnaðar og mótun matvælastefnu fyrir Ísland.