Jón Gnarr er kaupfélagsstjóri í þætti þar sem smáauglýsingar Bændablaðsins eru í forgrunni. Vantar þig múgavél, haugsugu eða hákarlstennur? Í fyrsta þætti ræðir Jón um eðlislægan áhuga sinn á endurnýtingu gamalla hluta, moltugerð og ferðir sínar í Góða hirðinn og kaupfélagið á Króksfjarðarnesi.