16.janúar 2019
1)Reimar Snæfells Pétursson lögfræðingur kom sér upp göngubretti við skrifborðið í vinnunni og gengur marga kílómetra á dag.
2)Niðurstöður í nýrri rannsókn sýna að því fleiri dagar í mánuði þar sem álag á deildum Landspítalans er yfir því sem eðlilegt getur talist því meiri líkur eru á að svokölluð óvænt atvik eigi sér stað. Atvikin geta verið byltur, röng lyfjagjöf, mistök í blóðgjöf eða meðferð. Guðrún Á Guðmundsdóttir, deildarstjóri á lungnadeild Landspítalans, hefur rannsakaði óvænt atvik á 16 deildum á Landspítalanum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana á Heilsuvaktinni.
3)Erpur Eyvindarson og Aino Freyja sögðu frá fjölskylduvænni Rapphátíð í Salnum í Kópavogi sem fram fer um helgina, fyrsta hátíðin sem efnt er til vegna 20 ára afmælis Salarins.