Mannlegi þátturinn

Hrönn Svansdóttir, Böggviðsbrauð í áskrift og Gunnar Karl og arfinn


Listen Later

Föstudagsgesturinn okkar er önnum kafinn framkvæmdastjóri sem sér fram á afskaplega viðburðaríka helgi. Þetta er Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri og annar eiganda Crossfit Reykjavík en í dag hefst alþjóðlegt mót í Laugardalshöllinni; Reykjavík Crossfit Championship sem er ein þeirra keppna sem geta tryggt þáttökurétt á heimsleikunum.
Við flytjum ykkur líka nýjustu fréttir af Böggvisbrauði. Á forsíðu héraðsfréttablaðsins Norðurslóðar sem gefið er út í Dalvíkurbyggð má lesa frétt um nýja brauðgerð - Böggvisbrauð sem ætlar að selja nýbakað súrdeigsbrauð til áskrifenda. Fyrstu brauðin verða afhent í dag og við heyrum í brauðgerðarmeistarnum Mathiasi Spoerrey.
Mat­reiðslu­meist­ar­inn Gunnar Karl Gíslason, er einn stofnenda og eigenda veitingastaðarins Dill sem var fyrstur íslenskra veitingastaða sem fékk Michelin stjörnu, hann hefur verið yfir­kokk­ur á veitingastaðnum Agern í New York undanfarin ár, en sá staður hlaut einmitt Michelin stjörnu á meðan hann var þar. Nú er hann fluttur aftur til Íslands og tekinn aftur við Dill, en hann verður gestur hjá okkur í matarspjalli dagsins. Þar munum við spjalla um þessar eftirsóknarverðu en torfengnu stjörnur og svo segir hann okkur frá íslenskum villtum jurtum sem góðar eru í matargerð til dæmis arfa og kerfil.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners