Mannlegi þátturinn

Jóel föstudagsgestur, Matti og nikkan og Jóhannes Haukur bakar


Listen Later

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Jóel Sæmundsson, hann lærði leiklist í London í vikunni var frumsýnd kvikmyndin Vesalings elskendur, eftir sænska leikstjórann Maximilian Hult þar sem Jóel er í einu aðalhlutverkanna. Jóel sagði okkur frá æskunni, leiklistinni, körfubolta og fleiru í viðtalinu.
Þarnæsta sunnudag, tuttugasta og fjórða febrúar næstkomandi verða einstakir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þá mun Matti Kallio spila á bæði hefðbundna harmonikku og nota rafharmonikku til að stjórna nýuppgerðu orgeli Fríkirkjunnar. Þessi fjarstýring orgelsins verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Á dagskránni verða hans eigin tónsmíðar auk nýrra útsetninga á hefðbundnum þjóðlögum. Matti, sem hefur búið á Íslandi í um áratug, er einn af fjölhæfustu finnsku tónlistarmönnum sinnar kynslóðar. Hann spilar á fjölda hljóðfæra, semur og útsetur og hefur bæði spilað inn á og stýrt upptökum á yfir hundrað hljómplötum á ferli sínum. Hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín. Hann hefur unnið með m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Agli Ólafssyni, Bubba Morthens, Þjóðleikhúsinu, Þjóðarballet Finnlands og Todmobile. Matti kom í þáttinn og spilaði á harmonikkuna.
Í matarspjallinu í dag kom Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, með góðan gest með sér. Leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson, sem hefur verið að gera það gott í stórum kvikmyndaverkefnum erlendis undanfarin ár. Við spjölluðum við hann um bakstur, en hann hefur lagt mikinn metnað í súrdeigsbrauðgerð undanfarið og spurðum hann líka aðeins út í matarræðið í kvikmyndatökunum erlendis.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners