Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Þáttaröð sem byggir á fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu sem haldin var af Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn Í Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturla... more
FAQs about Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu:How many episodes does Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu have?The podcast currently has 6 episodes available.
February 10, 2018Skáld hugsa um jökulÍ sjötta og síðasta þætti þáttaraðarinnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu sagði Ófeigur Sigurðsson rithöfundur frá aðdraganda skrifa skáldsögu sinnar Öræfi frá árinu 2014 og les kafla úr bókinni. Þá flutti Linda Vilhjálmsdóttir ljóðabálk sinn Frostfiðrildi sem kom út á samnefndri bók árið 2014. Kynningarlag þáttarins er Jökullinn eftir Jóhann Moravek við texta Guðbjarts Össurarsonar í flutningi karlakórsins Jökuls undir stjórn Jóhanns Moravek. Upptaka þessa flutnings gerð af Þorvarði Árnasynivið setningu ráðstefnunnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu 28. apríl 2017. Upptaka fyrirlesstra og framleiðsla þátta: Jórunn Sigurðardóttir...more55minPlay
February 03, 2018Hugvísindi á slóðum náttúrurannsóknaÍ fimmta þætti þáttaraðarinn Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu flutti Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fyrirlestur um skynjun Þórbergs Þórðarsonar á jöklum og fleirir náttúrufyrirbærum einkum út frá Suðursveitarbókum hans, Steinarnir tala og Lönd og lýðir. Þá flutti Þorvarður Árnason fyrirlestur sem hann kallaði Lifun jökulsins og sjónarvottun klakabrennunnar. Þáttaröðin byggir á samnefndri ráðstefnu sem haldin var á rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði síðustu helgina í apríl 2017. Kynningarlag þáttarins er Jökullinn eftir Jóhann Moravek við texta Guðbjarts Össurarsonar í flutningi karlakórsins Jökuls undir stjórn Jóhanns Moravek. Upptaka þessa flutnings gerð af Þorvarði Árnasynivið setningu ráðstefnunnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu. Upptaka og framleiðsla Jórunn Sigurðardóttir....more54minPlay
January 27, 2018Um átök við náttúrulegar aðstæður í einstökum bókmenntaverkumÍ fjórða þætti þáttaraðarinn Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu fluttu bókmenntafræðingarnri Sveinn Yngvi Egilsson og Jón Yngvi Jóhannsson hvor sitt erindið um birtingarmyndir jökla í bókmenntaverkum. Sveinn Yngvi fjallaði um jöklana sem myndhverfingu og tákn í ljóðagerð en Jón Yngvi skoðaði tvær skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar, annars vegar Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson og hins vegar Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Kynningarlag þáttarins er Jökullinn eftir Jóhann Moravek við texta Guðbjarts Össurarsonar í flutningi karlakórsins Jökuls undir stjórn Jóhanns Moravek. Upptaka þessa flutnings gerð af Þorvarði Árnasynivið setningu ráðstefnunnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu. Þáttaröðin byggir á samnefndri ráðstefnu sem haldið var á rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði síðustu helgina í apríl 2017.Upptaka og framleiðsla Jórunn Sigurðardóttir....more55minPlay
January 20, 2018Um fagurfræði í jökulheimum, upplifun og túlkunÍ þriðja þætti þáttaraðarinnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu var komið að fagurfræðinni. Þar mátti heyra fyrirlestur Guðbjargar R. Jóhannesdóttur VÁ! upplifun af undrun og ægifegurð andspænis jöklinum sem og fyrirlestur Hlyns Helgasonar sem bar yfirskriftina Jökullinn fangaður í mynd, birtingarmyndir íslenskra jökla í myndlist í ljósi kenninga breska gagnrýnandans Johns Ruskins. Kynningarlag þáttarins er Jökullinn eftir Jóhann Moravek við texta Guðbjarts Össurarsonar í flutningi karlakórsins Jökuls undir stjórn Jóhanns Moravek. Upptaka þessa flutnings gerð af Þorvarði Árnasyni við setningu ráðstefnunnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu 28. apríl 2017...more56minPlay
January 13, 2018Áhrif nábýlis jöklanna á tungutak og lunderniÍ öðrum þætti þáttaraðarinnar Jöklar í bókenntum, listum og lífinum sem byggir á fyrirlestrum sem haldnir voru á samnefndri ráðstefnu sem haldin var á Höfn í Hornafirði síðustu helgina í apríl 2017 má heyra fyrirlestur Julians D´Arcy prófessors í breskum og amerískum bókmenntum við Háskóla Íslands. Yfirskrift fyrirlestursins var: Um enska þýðingu og þverfagleika í Jöklabók Helga Björnssonar, Jöklar á Íslandi frá árinu 2009 og fyrirlestur Kristjáns Jóhanns Jónssonr dósents í íslensku við Menntavísindasvið við Háskóla Íslands undir yfirskrftinni Taugarnar þúsundir ísvetra ófu, jöklarnir í lundarfari landans. Kynningarlag þáttarins er Jökullinn eftir Jóhann Moravek við texta Guðbjarts Össurarsonar í flutningi karlakórsins Jökuls undir stjórn Jóhanns Moravek. Upptaka þessa flutnings gerð af Þorvarði Árnasyni við setningu ráðstefnunnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu 28. apríl 2017...more49minPlay
January 06, 2018Jöklar með augum skáldskaparins og með augum vísindannaÍ þessum fyrsta þætti þáttaraðarinnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinum sem byggir á fyrirlestrum sem haldnir voru á ráðstefnu um Jökla í bókmenntum á Höfn í Hornafirði síðustu helgina í apríl 2017 má heyra opnunarfyrirlestur ráðstefnunnar Jökullinn og tíminn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Einnig heyrist fyrirlesturinn Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra, sem Oddur Sigurðsson flutti en Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur er meðhöfundur. Upptökur og umsjón með samsetningu hafði Jórunn Sigurðardóttir. Kynningarlag þáttarins er Jökullinn eftir Jóhann Moravek við texta Guðbjarts Össurarsonar í flutningi karlakórsins Jökuls undir stjórn Jóhanns Moravek. Upptaka þessa flutnings gerð af Þorvarði Árnasynivið setningu ráðstefnunnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu 28. apríl 2017....more55minPlay
FAQs about Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu:How many episodes does Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu have?The podcast currently has 6 episodes available.