Handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar.
Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor, hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi í íslenskrar tungu 16. nóvember 2018. Eiríkur er óþreytandi talsmaður íslenskrar tungu og hefur unnið ötullega að því að vekja athygli ráðamanna á nauðsyn þess að efla máltækni á íslensku. Hann hefur jafnframt bent á hve mikilvægt er að vekja áhuga ungs fólks á málinu og að sjá til þess að það verði nothæft á öllum sviðum samfélagsins um ókomna tíð.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.